LeBron frá í vikur frekar en daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 23:17 Austin Reaves ræðir við LeBron James sem gat ekki klárað leikinn gegn Boston Celtics. Elsa/Getty Images Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar. Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti