Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 21:08 Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR. Vísir Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira