Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Hilmarsson skrifa 14. mars 2025 07:03 Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Viggó Ólafsson Háskólar Námslán Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun