Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Hilmarsson skrifa 14. mars 2025 07:03 Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Viggó Ólafsson Háskólar Námslán Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun