Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar 17. mars 2025 14:04 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Lögreglumál Utanríkismál Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun