„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 14:30 Finnur Freyr vonast eftir öðrum bikarmeistaratitlinum með Val, og þeim fjórða í heildina. Vísir / Diego „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira