Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. mars 2025 00:23 Diljá segir ýmsar spurningar hafa vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu eftir blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. „Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
„Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira