Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar 26. mars 2025 08:02 Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun