Innherji

„Hverjum manni aug­ljóst“ að um­gjörð banka­kerfisins skaðar sam­keppnis­hæfni

Hörður Ægisson skrifar
Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Kviku, brýndi fyrir stjórnvöldum í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær mikilvægi þess að gerðar yrðu úrbætur á íþyngjandi umgjörð í kringum fjármálakerfið í því skyni að draga úr þjóðfélagslegum kostnaði og efla samkeppnishæfni Íslands.
Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Kviku, brýndi fyrir stjórnvöldum í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær mikilvægi þess að gerðar yrðu úrbætur á íþyngjandi umgjörð í kringum fjármálakerfið í því skyni að draga úr þjóðfélagslegum kostnaði og efla samkeppnishæfni Íslands.

Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.


Tengdar fréttir

Kvika ætlar að greiða út tuttugu milljarða arð þegar salan á TM klárast

Stjórnendur Kviku hafa ákveðið að útgreiðsla til hluthafa bankans vegna sölunnar á TM til Landsbankans fyrir um ríflega þrjátíu milljarða króna verði talsvert hærri en áður hefur verið gefið út. Þrátt fyrir það mun eiginfjárhlutfall Kviku hækka verulega við söluna og bankinn áætlar að á meðal annars grunni þess geti hann í framhaldinu tvöfaldað lánabókina á næstu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×