Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar 28. mars 2025 12:30 Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun