Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar 31. mars 2025 07:01 Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. „Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni,“ skrifaði hann í uppgjörstilkynningu til Kauphallar. Það er ágætt að máta þessa fullyrðingu og hræðsluáróður við raunveruleikann. Úr krónum núll í krónur eitthvað Í fyrsta lagi er verið að fara með upphæðina sem ratar inn í ríkissjóð fyrir afnot af auðlindinni úr krónum núll í krónur eitthvað. Eins og staðan er í dag þá er kostnaður ríkisins af þjónustu við sjávarútveg nefnilega meiri en þau veiðigjöld sem eru innheimt á hverju ári. Það myndi enginn leigusali á einkamarkaði halda leigu á íbúð í útleigu í 100 þúsund krónum á mánuði ef kostnaður hans við viðhald væri 110 þúsund krónur á mánuði. Þá væru forsendur útleigunnar brostnar. Þessu fyrirkomulagi verður nú breytt með hóflegri leiðréttingu sem skilar því að fjármunir munu falla til sem nýtast í löngu nauðsynlega innviðauppbyggingu. Þetta er því sanngjörn, réttlát og eðlileg breyting. Í öðru lagi var framlegðin hjá útgerðum landsins 93,8 milljarðar króna árið 2023. Ef sú leiðrétting sem nú á að innleiða við útreikning á veiðigjöldum hefði verið komin í virkni 2023 hefði framlegðin „aðeins“ verið 84,2 milljarðar króna. Framlegð þýðir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Til útskýringar þá virkar hún svona: útgerð þarf að kosta ákveðinni upphæð til að veiða fisk. Í henni felast kostnaður við skip, laun og allt annað slíkt. Hún selur svo vöruna á verði sem er hærra en það og mismunurinn er framlegð. Framlegð í sjávarútvegi er gríðarlega há í öllum samanburði, og verður það áfram eftir leiðréttingu veiðigjalda. Hin „eðlilega afkoma“ er langt umfram aðra geira Í þriðja lagi má benda á að rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24 prósent á árunum 2014 til 2023. Það þýðir að rekstrarhagnaður er næstum fjórðungur af öllum rekstrarkostnaði. Í íslensku viðskiptahagkerfi var þetta hlutfall níu prósent á sama tíma, og það þykir almennt gott. Sjávarútvegur er því langarðbærasta atvinnugrein landsins, sem auk þess nýtur þeirrar sérstöðu að hagnast á nýtingu á auðlind sem skilgreind er þjóðareign í lögum. Ef sjávarútvegur hefur greitt níu milljörðum krónum meira í veiðigjöld á hverju ári á umræddu tímabili hefði rekstrarhagnaðarhlutfall hans farið úr 24 í 20 prósent. Það væri enn rúmlega tvöfalt á það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi. Þrjár krónur til hins opinbera, sjö til eigenda útgerða Í fjórða lagi skulum við skoða hagnað, þá fjárhæð sem situr eftir hjá fyrirtæki eftir að það hefur greitt allan kostnað, fjárfestingu og gjöld. Honum er almennt hægt að ráðstafa með tvennum hætti: það er hægt að greiða hann út sem arð til eigenda eða leggja hann við eigið fé fyrirtækja. Ef einungis er horft á árið 2023 þá var hagnaður sjávarútvegs það árið 67,5 milljarðar króna. Ef hann hefði greitt leiðrétt veiðigjöld á því ári þá hefði hagnaðurinn farið niður í „aðeins“ 60 milljarða króna. Frá árinu 2009 og út árið 2023 var hagnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi var hann miklu meiri. Önnur leið til að skoða hagnaðinn er að greina hver hann var áður en sjávarútvegur greiddi veiðigjald, tekjuskatt og tryggingagjald í ríkissjóð. Frá árinu 2011 og út árið 2023 skiptist sá hagnaður þannig að sjö af hverjum tíu krónum fóru til útgerða en þrjár af hverjum tíu fóru til hins opinbera. Stjarnfræðilegt eigið fé Í fimmta og síðasta lagi skulum við ræða um eigið fé. Það er virði eigna umfram skuldir. Í lok árs 2022, sem eru nýjustu birtu tölur um eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja, var bókfært eigið fé geirans 449 milljarðar króna. Það hafði þá aukist um 150 milljarða króna á fimm árum. Eigið féð er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Vert er að taka fram að þetta eru peningarnir sem sitja eftir inni í fyrirtækjunum eftir að þau hafa greitt arð, skatta og gjöld, greitt niður skuldir og alla fjárfestingu. Til viðbótar liggur fyrir að virði eigna sjávarútvegs, yrðu þær seldar, er miklu meira en það er fært í bækur þeirra. Ástæðan liggur í því að aflaheimildir, kvóta, eru í mörgum tilvikum verulega vanmetnar. Þær eru bókfærðar á fimmta hundrað milljarða króna en ef miðað er við viðskipti sem gerð voru með kvóta árið 2021 er heildarvirði þeirra nær 1.200 milljörðum króna. Samkvæmt því myndu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja eiga vel yfir þúsund milljarða króna í reiðufé ef þeir myndu selja allar eignir sínar í geiranum og gera upp allar skuldir sínar. Er þá verið að slátra mjólkurkúnni? Það er alls ekki verið að slátra mjólkurkúnni. Frekar mætti segja að þjóðin öll, sem á nú blessaða auðlindina samkvæmt lögum, sé að fá auka mjólkurglas úr dallinum næst þegar útgerðin mjólkar feitustu kúnna á þjóðarheimilinu. Það er gert með því að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar eðlilegum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Þetta er sanngjörn, réttlát og vel undirbyggð leið. Það má vel vera að þeim sem eiga og stýra stærstu útgerðum landsins þyki þessi leiðrétting minnka þá afkomu sem þeim finnst eðlileg af nýtingu þjóðarauðlindar. En þjóðin sem á auðlindina er henni að mestu ósammála. Það er sitjandi ríkisstjórn líka og þess vegna er loksins verið að ráðast í aðgerðir til að græða það svöðusár sem skipting arðsins af auðlindinni hefur verið á þjóðarlíkamanum. Það er ekki bara heilbrigt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Það er beinlínis nauðsynlegt. Vonandi sér hún sér fært að hætta harmakveinunum og hræðsluáróðrinum og koma í þessa vegferð með okkur. Öllum Íslendingum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. „Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni,“ skrifaði hann í uppgjörstilkynningu til Kauphallar. Það er ágætt að máta þessa fullyrðingu og hræðsluáróður við raunveruleikann. Úr krónum núll í krónur eitthvað Í fyrsta lagi er verið að fara með upphæðina sem ratar inn í ríkissjóð fyrir afnot af auðlindinni úr krónum núll í krónur eitthvað. Eins og staðan er í dag þá er kostnaður ríkisins af þjónustu við sjávarútveg nefnilega meiri en þau veiðigjöld sem eru innheimt á hverju ári. Það myndi enginn leigusali á einkamarkaði halda leigu á íbúð í útleigu í 100 þúsund krónum á mánuði ef kostnaður hans við viðhald væri 110 þúsund krónur á mánuði. Þá væru forsendur útleigunnar brostnar. Þessu fyrirkomulagi verður nú breytt með hóflegri leiðréttingu sem skilar því að fjármunir munu falla til sem nýtast í löngu nauðsynlega innviðauppbyggingu. Þetta er því sanngjörn, réttlát og eðlileg breyting. Í öðru lagi var framlegðin hjá útgerðum landsins 93,8 milljarðar króna árið 2023. Ef sú leiðrétting sem nú á að innleiða við útreikning á veiðigjöldum hefði verið komin í virkni 2023 hefði framlegðin „aðeins“ verið 84,2 milljarðar króna. Framlegð þýðir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Til útskýringar þá virkar hún svona: útgerð þarf að kosta ákveðinni upphæð til að veiða fisk. Í henni felast kostnaður við skip, laun og allt annað slíkt. Hún selur svo vöruna á verði sem er hærra en það og mismunurinn er framlegð. Framlegð í sjávarútvegi er gríðarlega há í öllum samanburði, og verður það áfram eftir leiðréttingu veiðigjalda. Hin „eðlilega afkoma“ er langt umfram aðra geira Í þriðja lagi má benda á að rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24 prósent á árunum 2014 til 2023. Það þýðir að rekstrarhagnaður er næstum fjórðungur af öllum rekstrarkostnaði. Í íslensku viðskiptahagkerfi var þetta hlutfall níu prósent á sama tíma, og það þykir almennt gott. Sjávarútvegur er því langarðbærasta atvinnugrein landsins, sem auk þess nýtur þeirrar sérstöðu að hagnast á nýtingu á auðlind sem skilgreind er þjóðareign í lögum. Ef sjávarútvegur hefur greitt níu milljörðum krónum meira í veiðigjöld á hverju ári á umræddu tímabili hefði rekstrarhagnaðarhlutfall hans farið úr 24 í 20 prósent. Það væri enn rúmlega tvöfalt á það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi. Þrjár krónur til hins opinbera, sjö til eigenda útgerða Í fjórða lagi skulum við skoða hagnað, þá fjárhæð sem situr eftir hjá fyrirtæki eftir að það hefur greitt allan kostnað, fjárfestingu og gjöld. Honum er almennt hægt að ráðstafa með tvennum hætti: það er hægt að greiða hann út sem arð til eigenda eða leggja hann við eigið fé fyrirtækja. Ef einungis er horft á árið 2023 þá var hagnaður sjávarútvegs það árið 67,5 milljarðar króna. Ef hann hefði greitt leiðrétt veiðigjöld á því ári þá hefði hagnaðurinn farið niður í „aðeins“ 60 milljarða króna. Frá árinu 2009 og út árið 2023 var hagnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi var hann miklu meiri. Önnur leið til að skoða hagnaðinn er að greina hver hann var áður en sjávarútvegur greiddi veiðigjald, tekjuskatt og tryggingagjald í ríkissjóð. Frá árinu 2011 og út árið 2023 skiptist sá hagnaður þannig að sjö af hverjum tíu krónum fóru til útgerða en þrjár af hverjum tíu fóru til hins opinbera. Stjarnfræðilegt eigið fé Í fimmta og síðasta lagi skulum við ræða um eigið fé. Það er virði eigna umfram skuldir. Í lok árs 2022, sem eru nýjustu birtu tölur um eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja, var bókfært eigið fé geirans 449 milljarðar króna. Það hafði þá aukist um 150 milljarða króna á fimm árum. Eigið féð er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Vert er að taka fram að þetta eru peningarnir sem sitja eftir inni í fyrirtækjunum eftir að þau hafa greitt arð, skatta og gjöld, greitt niður skuldir og alla fjárfestingu. Til viðbótar liggur fyrir að virði eigna sjávarútvegs, yrðu þær seldar, er miklu meira en það er fært í bækur þeirra. Ástæðan liggur í því að aflaheimildir, kvóta, eru í mörgum tilvikum verulega vanmetnar. Þær eru bókfærðar á fimmta hundrað milljarða króna en ef miðað er við viðskipti sem gerð voru með kvóta árið 2021 er heildarvirði þeirra nær 1.200 milljörðum króna. Samkvæmt því myndu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja eiga vel yfir þúsund milljarða króna í reiðufé ef þeir myndu selja allar eignir sínar í geiranum og gera upp allar skuldir sínar. Er þá verið að slátra mjólkurkúnni? Það er alls ekki verið að slátra mjólkurkúnni. Frekar mætti segja að þjóðin öll, sem á nú blessaða auðlindina samkvæmt lögum, sé að fá auka mjólkurglas úr dallinum næst þegar útgerðin mjólkar feitustu kúnna á þjóðarheimilinu. Það er gert með því að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar eðlilegum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Þetta er sanngjörn, réttlát og vel undirbyggð leið. Það má vel vera að þeim sem eiga og stýra stærstu útgerðum landsins þyki þessi leiðrétting minnka þá afkomu sem þeim finnst eðlileg af nýtingu þjóðarauðlindar. En þjóðin sem á auðlindina er henni að mestu ósammála. Það er sitjandi ríkisstjórn líka og þess vegna er loksins verið að ráðast í aðgerðir til að græða það svöðusár sem skipting arðsins af auðlindinni hefur verið á þjóðarlíkamanum. Það er ekki bara heilbrigt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Það er beinlínis nauðsynlegt. Vonandi sér hún sér fært að hætta harmakveinunum og hræðsluáróðrinum og koma í þessa vegferð með okkur. Öllum Íslendingum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun