Erfitt að átta sig á áformum Trumps Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. mars 2025 20:19 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert. Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49