Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar 31. mars 2025 07:30 Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun