Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 20:32 Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. vísir Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira