Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 20:32 Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. vísir Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira