Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 10:54 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, var kampakátur með nefdnarálit um bókun 35 sem bíður nú 2. umræðu á þinginu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12