Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar 6. apríl 2025 08:31 Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Námslán Háskólar Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar