Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 7. apríl 2025 06:31 Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Frá janúar og fram á sumar er síðan hundleiðinlegt að búa á landinu, þess vegna erum við nánast öll á einhvers konar lyfjum eða flýjum til Tenerife, þau sem hafa efni á því þ.e.a.s. Það er bókstaflega ekkert skemmtilegt að gera hérna nema fylgjast með handbolta og Söngvakeppninni. Mig langar því að kvarta opinberlega yfir því hvernig HSÍ og RÚV hefur tekist að eyðileggja fyrir mér og örugglega fleirum, einu ókeypis skemmtunina sem er að hafa. (Ókeypis skemmtun segi ég, vitandi það að öll erum við látin borga nefskattinn sem gerir þetta mál enn ergilegra.) Hvers vegna stöndum við frammi fyrir þeim fáránlega veruleika að þurfa að velja á milli þess að stara á vegginn heima hjá okkur eða horfa framhjá landsliðstreyjum handboltaliðanna útbíuðum í auglýsingum frá fyrirtæki hvers eigandi styður Ísraelsher og horfa á Söngvakeppnina vitandi það að á endanum verður valinn keppandi sem fer og keppir í Eurovision með Ísrael innanborðs. Einu möguleikarnir sem mér eru gefnir eru að láta mér leiðast eða taka þátt og svíkja þar með samvisku mína og hjálpa til við heimurinn haldist eins ömurlegur og verst verður á kosið? Á meðan heyri ég nágrannann ýmist garga af gleði í hvert sinn sem Ísland skorar eða æpa af kæti yfir Söngvakeppninni, vegna þess að annað hvort; fylgist hann ekki með fréttum, er drullusama eða getur á óskiljanlegan hátt flokkað veruleikann í hólf þar sem ekkert lekur á milli, handbolti er bara handbolti, stuð er bara stuð og ekkert skyggir á gleðina. Ég skal segja þér hvað skyggir á gleðina kæri granni: stjórn HSÍ sem tekur þær fáránlegu ákvarðanir að þiggja fé frá fyrirtæki með eiganda sem hefur viðurkennt að styðja við Ísraelsher og glæpina sem hann fremur og láta íslensku liðin keppa við Ísrael á sama tíma og þjóð þeirra stundar þjóðarmorð. Að sama skapi er ég vonsvikin út í stjórnendur Ríkisútvarpsins sem hafa nú annað árið í röð ákveðið að senda íslensku keppendurna, sem sigruðu Söngvakeppnina, í Eurovision. Þar munu strákarnir í Væb keppa á sviði með fulltrúa frá ríki sem hefur margbrotið alþjóðalög, ríki með forsætisráðherra sem er með handtökutilskipanir dinglandi yfir sér í fjölmörgum löndum og hefur stundað þjóðarmorð í beinni útsendingu í meira en ár. Til að bæta gráu ofan á svart saka Ísraelar Væbbræður um lagastuld. Í vikunni munu svo handboltastelpurnar okkar keppa við lið Ísraels. Í stað þess að HSÍ sjái sóma sinn í að blása leikinn af hefur lögreglan blandað sér í málið og lagt til að stelpurnar keppi fyrir luktum dyrum, án áhorfenda og HSÍ ætlar að verða við því. Góða stemningin. Til hvers að halda handboltakeppni án áhorfenda? Mér þykir óásættanlegt að handboltafólkið okkar neyðist til að klæðast þessum auglýsingum og keppa við stríðsglæpaþjóð til að vinna vinnuna sína. Einnig sætti ég mig ekki við að ungt lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að missa af tækifærum eða taka þátt í ímyndarherferð Ísraels. Þau sem stýra batteríinu ættu auðvitað að bera ábyrgðina í stað þess að velta henni yfir á ungar herðar. Það er kominn tími til að við miðaldra liðið tökum ábyrgð á þessum heimi sem þau munu erfa. Er ég veik af útópískri sinnissýki ef mér dettur í hug að: a)við tökum ekki þátt í að fegra og hvítþvo þjóðarmorð og sleppum því að senda keppendur í Eurovision þar til Ísrael verður vísað úr keppni eins og Rússlandi, og b)handboltaliðin verði ekki neydd til að keppa við stríðsglæpamenn og væru styrkt af aðilum sem styðja ekki þjóðarmorð eða væri kannski bara styrkt þannig að búningarnir þurfi ekki auglýsingar? Ég myndi glöð borga handakrikaskatt ef ég fengi bara að skemmta mér í friði án þess að leiða hugann að þjóðarmorði í hvert sinn sem lít á skjáinn. Mig fýsir einnig að vita hvaða afleiðingar það hefði ef við gætum bara haldið Söngvakeppnina hérna heima og sleppt því að senda keppandann okkar út þar til þessu landráns þjóðarmorðingja ríki verður réttilega vísað úr Eurovision. Ég þrái handbolta, Eurovision og stuð og hvet almenning sem er sama sinnis að láta í sér heyra. Við erum fá, boðleiðir eru stuttar og við erum upp til hópa friðelskandi stemningsfólk sem þolum hvorki hræsni né kjaftæði. Fyrir áhugasöm þá er hér undirskriftalisti vegna Eurovision: https://island.is/undirskriftalistar/525768ea-1608-4805-870c-96c5b8917098 og hér er netfang hjá HSÍ fyrir þau sem vilja mótmæla: hsi@hsi.is Höfundur er teiknari og tónlistarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Frá janúar og fram á sumar er síðan hundleiðinlegt að búa á landinu, þess vegna erum við nánast öll á einhvers konar lyfjum eða flýjum til Tenerife, þau sem hafa efni á því þ.e.a.s. Það er bókstaflega ekkert skemmtilegt að gera hérna nema fylgjast með handbolta og Söngvakeppninni. Mig langar því að kvarta opinberlega yfir því hvernig HSÍ og RÚV hefur tekist að eyðileggja fyrir mér og örugglega fleirum, einu ókeypis skemmtunina sem er að hafa. (Ókeypis skemmtun segi ég, vitandi það að öll erum við látin borga nefskattinn sem gerir þetta mál enn ergilegra.) Hvers vegna stöndum við frammi fyrir þeim fáránlega veruleika að þurfa að velja á milli þess að stara á vegginn heima hjá okkur eða horfa framhjá landsliðstreyjum handboltaliðanna útbíuðum í auglýsingum frá fyrirtæki hvers eigandi styður Ísraelsher og horfa á Söngvakeppnina vitandi það að á endanum verður valinn keppandi sem fer og keppir í Eurovision með Ísrael innanborðs. Einu möguleikarnir sem mér eru gefnir eru að láta mér leiðast eða taka þátt og svíkja þar með samvisku mína og hjálpa til við heimurinn haldist eins ömurlegur og verst verður á kosið? Á meðan heyri ég nágrannann ýmist garga af gleði í hvert sinn sem Ísland skorar eða æpa af kæti yfir Söngvakeppninni, vegna þess að annað hvort; fylgist hann ekki með fréttum, er drullusama eða getur á óskiljanlegan hátt flokkað veruleikann í hólf þar sem ekkert lekur á milli, handbolti er bara handbolti, stuð er bara stuð og ekkert skyggir á gleðina. Ég skal segja þér hvað skyggir á gleðina kæri granni: stjórn HSÍ sem tekur þær fáránlegu ákvarðanir að þiggja fé frá fyrirtæki með eiganda sem hefur viðurkennt að styðja við Ísraelsher og glæpina sem hann fremur og láta íslensku liðin keppa við Ísrael á sama tíma og þjóð þeirra stundar þjóðarmorð. Að sama skapi er ég vonsvikin út í stjórnendur Ríkisútvarpsins sem hafa nú annað árið í röð ákveðið að senda íslensku keppendurna, sem sigruðu Söngvakeppnina, í Eurovision. Þar munu strákarnir í Væb keppa á sviði með fulltrúa frá ríki sem hefur margbrotið alþjóðalög, ríki með forsætisráðherra sem er með handtökutilskipanir dinglandi yfir sér í fjölmörgum löndum og hefur stundað þjóðarmorð í beinni útsendingu í meira en ár. Til að bæta gráu ofan á svart saka Ísraelar Væbbræður um lagastuld. Í vikunni munu svo handboltastelpurnar okkar keppa við lið Ísraels. Í stað þess að HSÍ sjái sóma sinn í að blása leikinn af hefur lögreglan blandað sér í málið og lagt til að stelpurnar keppi fyrir luktum dyrum, án áhorfenda og HSÍ ætlar að verða við því. Góða stemningin. Til hvers að halda handboltakeppni án áhorfenda? Mér þykir óásættanlegt að handboltafólkið okkar neyðist til að klæðast þessum auglýsingum og keppa við stríðsglæpaþjóð til að vinna vinnuna sína. Einnig sætti ég mig ekki við að ungt lista- og íþróttafólk sé sett í þá stöðu að missa af tækifærum eða taka þátt í ímyndarherferð Ísraels. Þau sem stýra batteríinu ættu auðvitað að bera ábyrgðina í stað þess að velta henni yfir á ungar herðar. Það er kominn tími til að við miðaldra liðið tökum ábyrgð á þessum heimi sem þau munu erfa. Er ég veik af útópískri sinnissýki ef mér dettur í hug að: a)við tökum ekki þátt í að fegra og hvítþvo þjóðarmorð og sleppum því að senda keppendur í Eurovision þar til Ísrael verður vísað úr keppni eins og Rússlandi, og b)handboltaliðin verði ekki neydd til að keppa við stríðsglæpamenn og væru styrkt af aðilum sem styðja ekki þjóðarmorð eða væri kannski bara styrkt þannig að búningarnir þurfi ekki auglýsingar? Ég myndi glöð borga handakrikaskatt ef ég fengi bara að skemmta mér í friði án þess að leiða hugann að þjóðarmorði í hvert sinn sem lít á skjáinn. Mig fýsir einnig að vita hvaða afleiðingar það hefði ef við gætum bara haldið Söngvakeppnina hérna heima og sleppt því að senda keppandann okkar út þar til þessu landráns þjóðarmorðingja ríki verður réttilega vísað úr Eurovision. Ég þrái handbolta, Eurovision og stuð og hvet almenning sem er sama sinnis að láta í sér heyra. Við erum fá, boðleiðir eru stuttar og við erum upp til hópa friðelskandi stemningsfólk sem þolum hvorki hræsni né kjaftæði. Fyrir áhugasöm þá er hér undirskriftalisti vegna Eurovision: https://island.is/undirskriftalistar/525768ea-1608-4805-870c-96c5b8917098 og hér er netfang hjá HSÍ fyrir þau sem vilja mótmæla: hsi@hsi.is Höfundur er teiknari og tónlistarkona
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun