„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2025 21:31 Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun