Albert og félagar í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 16:15 Albert í leik kvöldsins. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Ítalska félagið Fiorentina er komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Celje frá Slóveníu. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem komst yfir í fyrri hálfleik þökk sé marki Rolando Mandragora á 37. mínútu.Eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum var Fiorentina því í toppmálum. Í síðari hálfleik sneri Celje leiknum sér í vil með tveimur mörkum á rúmum tíu mínútna kafla. Aðeins tveimur mínútum eftir að Celje komst 2-1 yfir jafnaði ítalski framherjinn Moise Kean metin eftir sendingu Mandragora. Staðan því orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Albert var tekinn af velli þegar venjulegum leiktíma lauk. Í undanúrslitum mætir Fiorentina spænska félaginu Real Betis eftir að Betis lagði Jagiellonia samanlagt 3-1. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Ítalska félagið Fiorentina er komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Celje frá Slóveníu. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem komst yfir í fyrri hálfleik þökk sé marki Rolando Mandragora á 37. mínútu.Eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum var Fiorentina því í toppmálum. Í síðari hálfleik sneri Celje leiknum sér í vil með tveimur mörkum á rúmum tíu mínútna kafla. Aðeins tveimur mínútum eftir að Celje komst 2-1 yfir jafnaði ítalski framherjinn Moise Kean metin eftir sendingu Mandragora. Staðan því orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Albert var tekinn af velli þegar venjulegum leiktíma lauk. Í undanúrslitum mætir Fiorentina spænska félaginu Real Betis eftir að Betis lagði Jagiellonia samanlagt 3-1.