Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. apríl 2025 08:01 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar