Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:55 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir/Einar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. „Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu