„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 12:17 Konan ók bílnum gegnum strandavíðinn og utan í hús Axels. Hún reyndi síðan að spóla í burtu. Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. „Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega. Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega.
Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira