Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Forseta- og konungshjónin í dag við hesthús konungshallarinnar. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. Vísir/EPA Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið. Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið.
Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09