Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:02 Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun