Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:29 Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað að fresta umræðu um veiðigjöld til morguns. Hún býst við að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi. Vísir Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira