Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar 7. maí 2025 17:31 Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skattar og tollar Samgöngur Norðvesturkjördæmi Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar