Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 09:37 Flugvél Turkish Airlines á evrópskum flugvelli. Þessi vél er af gerðinni Boeing 734 MAX en sú sem lenti í ókyrrðinni yfir Íslandi var Boeing 777. Vísir/EPA Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar. Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar.
Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira