Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 09:37 Flugvél Turkish Airlines á evrópskum flugvelli. Þessi vél er af gerðinni Boeing 734 MAX en sú sem lenti í ókyrrðinni yfir Íslandi var Boeing 777. Vísir/EPA Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar. Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar.
Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira