Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 15:44 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir málið bera þess merki að stjórnarliðar séu litlir í sér. Vísir/Vilhelm Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56