Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar 12. maí 2025 07:30 Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun