Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. maí 2025 11:32 Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun