Jafnlaunabarnið og baðvatnið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 2. júní 2025 08:00 Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun