Gagnsæi og traust á raforkumarkaði Einar S Einarsson skrifar 2. júní 2025 14:01 Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun