Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 14:27 Sigríður Andersen gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu Víðis í máli Oscars Bocanegra. Vísir/Anton Brink Þingmaður Miðflokksins segist undrandi á framgöngu Víðis Reynissonar, sem hafði samband við Útlendingastofnun og sagði líklegt að Alþingi myndi veita hinum 17 ára Oscari Bocanegra ríkisborgararétt. Sigríður telur að Víðir hafi brotið trúnað við allsherjarnefnd, þar sem hann er formaður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.
Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent