Karlar, piltar og strákar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. júní 2025 16:02 Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun