Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 06:32 Það komst upp um svindl Norðmanna í skíðastökki og það hefur kallað á breytingu á eftirlitskerfi Alþjóða skíðasambandsins. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld. Getty/Augustin Authamayou Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit. Skíðaíþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit.
Skíðaíþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira