Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Ólafur Adolfsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur. Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur.
Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira