Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 18:55 Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón. Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón.
Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira