Þjóð sem lætur kyrrt liggja? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 11. júní 2025 08:01 Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun