Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 21:34 SIgríður Á Andersen skaut föstum skotum á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra hagræðingartillagna. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent