Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 21:34 SIgríður Á Andersen skaut föstum skotum á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra hagræðingartillagna. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira