Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 21:34 SIgríður Á Andersen skaut föstum skotum á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra hagræðingartillagna. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira