Tryggir þjónustu við konur með endómetríósu Árni Sæberg skrifar 16. júní 2025 12:59 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati.
Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira