Tryggir þjónustu við konur með endómetríósu Árni Sæberg skrifar 16. júní 2025 12:59 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati.
Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira