Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 19. júní 2025 08:03 Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun