„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 15:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/Einar Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“ Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent