Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 16:33 Zhang Ziyu gnæfir yfir bæði mótherja sína og meðspilara. Hún er nú farin að spila með A-landsliði Kína. Getty/VCG/VCG Mörg augu voru á Zhang Ziyu þegar hún lék sinn fyrsta landsleik fyrir Kína á móti Bosníu. Hinn átján ára gamla Ziyu stóðst allar væntingar og skoraði átján stig í frumraun sinni. En af hverju eru allir að missa sig yfir frumraun hennar. Jú Ziyu er 220 sentimetrar á hæð og gnæfir yfir flesta meðspilara og mótherja. View this post on Instagram A post shared by HoopsChina (@chnhoops) Heimsmetabók Guinness segir að hin tyrkneska Rumeysa Gelgi sé hæsta kona heims en hún er „bara“ 215 sentimetrar á hæð. Zhang Ziyu er þegar orðin 220 sentimetrar og fær eflaust vottun frá Heimsmetabók Guinness fljótlega. Ziyu hafði þegar vakið athygli með frammistöðu sinni með yngri landsliðunum þar sem hún var algjörlega óstöðvandi undir körfunni. Í þessum leik við Bosníu kom hún fyrst inn á völlinn um miðjan fyrsta leikhlutann. Hún skoraði strax átta stig í röð en settist svo aftur á bekkinn. Ziyu kom síðan aftur inn undir lokin og skoraði aftur átta stig í röð. Þegar hún fær boltann undir körfunni þá á enginn möguleika í hana. 18 stig og 7 fráköst var uppskeran þrátt fyrir að hún fengi ekkert að spila nema í þrettán mínútur í leiknum. Kína vann Bosníu líka örugglega 101-55. „Okkur þótti mikið til hennar koma. Ég vona að ég fái að spila meira með henni,“ sagði reynsluboltinn Han Xu. Han Xu er sjálf 211 sentímetrar á hæð og því engin smásmíði heldur. Þetta var æfingarleikur fyrir komandi Asíukeppni í Jinan þar sem þær kínversku hljóta að vera til alls líklegar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Hinn átján ára gamla Ziyu stóðst allar væntingar og skoraði átján stig í frumraun sinni. En af hverju eru allir að missa sig yfir frumraun hennar. Jú Ziyu er 220 sentimetrar á hæð og gnæfir yfir flesta meðspilara og mótherja. View this post on Instagram A post shared by HoopsChina (@chnhoops) Heimsmetabók Guinness segir að hin tyrkneska Rumeysa Gelgi sé hæsta kona heims en hún er „bara“ 215 sentimetrar á hæð. Zhang Ziyu er þegar orðin 220 sentimetrar og fær eflaust vottun frá Heimsmetabók Guinness fljótlega. Ziyu hafði þegar vakið athygli með frammistöðu sinni með yngri landsliðunum þar sem hún var algjörlega óstöðvandi undir körfunni. Í þessum leik við Bosníu kom hún fyrst inn á völlinn um miðjan fyrsta leikhlutann. Hún skoraði strax átta stig í röð en settist svo aftur á bekkinn. Ziyu kom síðan aftur inn undir lokin og skoraði aftur átta stig í röð. Þegar hún fær boltann undir körfunni þá á enginn möguleika í hana. 18 stig og 7 fráköst var uppskeran þrátt fyrir að hún fengi ekkert að spila nema í þrettán mínútur í leiknum. Kína vann Bosníu líka örugglega 101-55. „Okkur þótti mikið til hennar koma. Ég vona að ég fái að spila meira með henni,“ sagði reynsluboltinn Han Xu. Han Xu er sjálf 211 sentímetrar á hæð og því engin smásmíði heldur. Þetta var æfingarleikur fyrir komandi Asíukeppni í Jinan þar sem þær kínversku hljóta að vera til alls líklegar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira