Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir skrifar 18. júní 2025 11:00 Kosningalykt er í loftinu og pólitíkin keppist við að lofa foreldrum að taka yngri og yngri börn inn í leikskólana. En þegar loforðin eru gefin er eins og þögn leggist yfir, þá heyrist oftar en ekki um hvernig á að manna þessa leikskóla. Við þurfum minna af loforðum og meira af raunhæfum áætlunum. Fjárfesting í kennurum er lykillinn Góðir kennarar skipta máli fyrir alla framtíðina. Ef við viljum samfélag þar sem öll börn, óháð uppruna eða aðstæðum, fá raunveruleg tækifæri til náms og betri framtíðar, þá verðum við að fjárfesta í kennurum. Þetta er í anda farsældarlaganna sem skuldbinda okkur til að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að gæðaþjónustu. Jöfn tækifæri byrja með góðri kennslu og góð kennsla byrjar með góðum kennurum. Það skiptir ekki máli hversu marga leikskóla við byggjum ef við höfum ekki fagfólk til að starfa í þeim. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að halda áfram við kennslu. Há starfsmannavelta er kostnaðarsöm, en stöðugleiki í hópi góðra kennara skiptir börnin gríðarlega miklu máli. Í sumum sveitarfélögum hefur mikill metnaður farið í að byggja nýja leikskóla og fjölga plássum fyrir börn. En án fagfólks eru nýju leikskólarnir okkar bara tómar byggingar. Nú er kominn tími til að sýna sama metnað í að fjárfesta í kennurum og starfsfólki sem á að gera þessa leikskóla að raunverulegum menntastofnunum. Stöðugleikinn ræður úrslitum Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru aðeins 27,4% starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna menntaðir kennarar á landsvísu. Þetta þýðir að næstum þrír af hverjum fjórum sem vinna daglega með börnunum okkar eru ekki faglærðir kennarar. Við erum langt frá því markmiði laganna að minnsta kosti 2/3 hlutar starfsfólks hafi viðeigandi menntun. Sérþekking leikskólakennara er ómetanleg Í allri umræðunni um tölur, stefnur og úrræði verðum við að muna hvað skiptir mestu máli, börnin sjálf. Þau eiga skilið að fá að njóta leiðsagnar fagfólks með sérþekkingu á þroska og námi yngstu barna. Kennarar hafa djúpa innsýn í hvernig börn læra, þroskast og tengjast umhverfi sínu. Þeir þekkja þroskamerki og geta brugðist fljótt við ef barn þarf stuðning hvort sem það snýr að málþroska, félagslegri færni eða öðrum þáttum. Þeir búa yfir verkfærum til að móta nám og leik út frá þörfum hvers og eins barns, svo það fái að blómstra á eigin forsendum. Þessi fagþekking á ekki að vera lúxus, hún er forsenda gæða í leikskólastarfi. Þegar við fjárfestum í leikskólakennurum, þá fjárfestum við í framtíð barnanna okkar. Námsleiðir sem virka fyrir starfandi fólk Til að fjölga fagmenntuðum kennurum þurfum við að gera leikskólakennaramenntun aðgengilegri fyrir þá sem þegar starfa í leikskólum. Þetta krefst samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og háskóla um nýstárlegar lausnir. Stytting meðal dvalartíma barna Mörg sveitarfélög hafa farið í markvissar aðgerðir til að stytta meðal dvalartíma barna í leikskólum. Þar sem það hefur tekist hafa starfsaðstæður barna og kennara batnað og daglegt starf orðið rólegra og markvissara. Börn fá meiri athygli og kennarar ná betur að sinna faglegu starfi sínu án þess að vera í stöðugum tímaskorti. Þegar dvalartími er hóflegur, skapast einnig betri skilyrði til að halda í hæft starfsfólk og efla gæði náms og leikskólastarfs. Slíkt skilar sér í meiri stöðugleika á skólastiginu, öllum til hagsbóta. Raunhæf markmið í stað tómra loforða Eina raunhæfa leiðin í dag til þess að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs er að lengja fæðingarorlofið. Það þarf líka að taka samtalið miklu betur hvað er börnum fyrir bestu á aldursbilinu eins til tveggja ára. Kosningaloforð um að taka inn yngri börn í leikskóla hljóma vel á blaði en án fjárfestingar í fagfólki verða þau að orðum einungis. Ef stjórnvöld ætla sér að standa við þessi loforð þarf að fylgja þeim raunveruleg aðgerðaráætlun. Halda áfram að jafna laun á milli markaða Gera raunhæfa samninga við háskóla sem virka fyrir alla hagaðila Tryggja betri vinnutíma og starfsumhverfi svo fagfólk vilji halda áfram Setjum raunhæf markmið, fjárfestum í fagfólki og tryggjum öllum börnum þá gæðamenntun sem þau eiga skilið. Börnin okkar verðskulda ekki bara byggingar, þau verðskulda menntun. Góð menntun byrjar með góðum kennurum. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningalykt er í loftinu og pólitíkin keppist við að lofa foreldrum að taka yngri og yngri börn inn í leikskólana. En þegar loforðin eru gefin er eins og þögn leggist yfir, þá heyrist oftar en ekki um hvernig á að manna þessa leikskóla. Við þurfum minna af loforðum og meira af raunhæfum áætlunum. Fjárfesting í kennurum er lykillinn Góðir kennarar skipta máli fyrir alla framtíðina. Ef við viljum samfélag þar sem öll börn, óháð uppruna eða aðstæðum, fá raunveruleg tækifæri til náms og betri framtíðar, þá verðum við að fjárfesta í kennurum. Þetta er í anda farsældarlaganna sem skuldbinda okkur til að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að gæðaþjónustu. Jöfn tækifæri byrja með góðri kennslu og góð kennsla byrjar með góðum kennurum. Það skiptir ekki máli hversu marga leikskóla við byggjum ef við höfum ekki fagfólk til að starfa í þeim. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að halda áfram við kennslu. Há starfsmannavelta er kostnaðarsöm, en stöðugleiki í hópi góðra kennara skiptir börnin gríðarlega miklu máli. Í sumum sveitarfélögum hefur mikill metnaður farið í að byggja nýja leikskóla og fjölga plássum fyrir börn. En án fagfólks eru nýju leikskólarnir okkar bara tómar byggingar. Nú er kominn tími til að sýna sama metnað í að fjárfesta í kennurum og starfsfólki sem á að gera þessa leikskóla að raunverulegum menntastofnunum. Stöðugleikinn ræður úrslitum Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru aðeins 27,4% starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna menntaðir kennarar á landsvísu. Þetta þýðir að næstum þrír af hverjum fjórum sem vinna daglega með börnunum okkar eru ekki faglærðir kennarar. Við erum langt frá því markmiði laganna að minnsta kosti 2/3 hlutar starfsfólks hafi viðeigandi menntun. Sérþekking leikskólakennara er ómetanleg Í allri umræðunni um tölur, stefnur og úrræði verðum við að muna hvað skiptir mestu máli, börnin sjálf. Þau eiga skilið að fá að njóta leiðsagnar fagfólks með sérþekkingu á þroska og námi yngstu barna. Kennarar hafa djúpa innsýn í hvernig börn læra, þroskast og tengjast umhverfi sínu. Þeir þekkja þroskamerki og geta brugðist fljótt við ef barn þarf stuðning hvort sem það snýr að málþroska, félagslegri færni eða öðrum þáttum. Þeir búa yfir verkfærum til að móta nám og leik út frá þörfum hvers og eins barns, svo það fái að blómstra á eigin forsendum. Þessi fagþekking á ekki að vera lúxus, hún er forsenda gæða í leikskólastarfi. Þegar við fjárfestum í leikskólakennurum, þá fjárfestum við í framtíð barnanna okkar. Námsleiðir sem virka fyrir starfandi fólk Til að fjölga fagmenntuðum kennurum þurfum við að gera leikskólakennaramenntun aðgengilegri fyrir þá sem þegar starfa í leikskólum. Þetta krefst samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og háskóla um nýstárlegar lausnir. Stytting meðal dvalartíma barna Mörg sveitarfélög hafa farið í markvissar aðgerðir til að stytta meðal dvalartíma barna í leikskólum. Þar sem það hefur tekist hafa starfsaðstæður barna og kennara batnað og daglegt starf orðið rólegra og markvissara. Börn fá meiri athygli og kennarar ná betur að sinna faglegu starfi sínu án þess að vera í stöðugum tímaskorti. Þegar dvalartími er hóflegur, skapast einnig betri skilyrði til að halda í hæft starfsfólk og efla gæði náms og leikskólastarfs. Slíkt skilar sér í meiri stöðugleika á skólastiginu, öllum til hagsbóta. Raunhæf markmið í stað tómra loforða Eina raunhæfa leiðin í dag til þess að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs er að lengja fæðingarorlofið. Það þarf líka að taka samtalið miklu betur hvað er börnum fyrir bestu á aldursbilinu eins til tveggja ára. Kosningaloforð um að taka inn yngri börn í leikskóla hljóma vel á blaði en án fjárfestingar í fagfólki verða þau að orðum einungis. Ef stjórnvöld ætla sér að standa við þessi loforð þarf að fylgja þeim raunveruleg aðgerðaráætlun. Halda áfram að jafna laun á milli markaða Gera raunhæfa samninga við háskóla sem virka fyrir alla hagaðila Tryggja betri vinnutíma og starfsumhverfi svo fagfólk vilji halda áfram Setjum raunhæf markmið, fjárfestum í fagfólki og tryggjum öllum börnum þá gæðamenntun sem þau eiga skilið. Börnin okkar verðskulda ekki bara byggingar, þau verðskulda menntun. Góð menntun byrjar með góðum kennurum. Höfundur er leikskólakennari.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun