Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. júní 2025 19:01 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar