Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2025 06:02 Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Þórdís Jóna Sigurðardóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar