Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal skrifar 20. júní 2025 08:31 Sæl Rósa. Ég heyrði utan af mér að eitthvað hafði skyggt á gleði þína á þjóðhátíðardaginn nýliðinn. Svo mjög, að þú sást ástæðu til að skrifa um óánægju þína á internetið. Þar skrifar þú: ,,Í gær fögnuðum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins og eins og jafnan á þessum hátíðisdegi komum við saman og gleðjumst yfir merkum og mikilvægum áfanga. Á þjóðhátíðardaginn klæðum við okkur upp og fögnum frelsinu, lýðræðinu, mannréttindunum, sjálfstæði og sérstöðu þjóðarinnar. Þá fögnum við sérstaklega gildunum okkar, við leggjum áherslu á hvað sameinar okkur, hvað það er að vera Íslendingur og að búa á Íslandi.” og svo frv… Við lesturinn vöknuðu upp hjá mér spurningar eins og þessi: Hver erum þessi við, sem þú talar um, við, sem klæðum okkur upp og um hvaða frelsi ert þú að tala? Er það hið margfræga, frelsi til athafna? Getur verið, að þú eigir einkum og sér í lagi við þitt eigið frelsi? Frelsi Rósu Guðbjartsdóttur? Er það, það frelsi, sem er til umfjöllunar hjá þér? Ég get vel skilið, háttvirti þingmaður, að þú viljir fá að fagna frelsi þínu. Kona í þinni stöðu, sem þiggur laun af almenningi. Það er aldeilis ástæða til að fagna. Því jafnvel þótt þú standir fyrir það gildismat sem þingmaður, um að hvetja til aukinnar misskiptingar þá skil ég fögnuð þinn á einhvern hátt. Til hamingju með frelsið Rósa. Til aðeins minni hamingju með frelsið, þú sem skúrar klósettið á alþingi en stendur eins og klettur undir launaseðlinum hennar Rósu. Rósa, þú vilt fá að fagna mannréttindum á þjóðhátíðardaginn, en samt bara aðeins að þagga niður í nokkrum óþolandi einstaklingum sem trufla þig í þjóðhátíðarstemningunni. Einstaklingum sem kunna ekki að halda kjafti í "mannréttindalandinu þínu” í “jafnréttisparadísinni” þar sem þú nýtur lífsins og smjör drýpur af hverju strái, eitthvað lið, sem hefur ekki einu sinni lyst á þjóðhátíðarköku þegar verið er að svelta fólk í hel og brenna það lifandi í leiðinni. Fólk, sem er fyrir þér, á 17. júní, þegar þú loksins ætlar slaka aðeins á og leggja stjórnmálin og “deilurnar” á hilluna og gúffa bara í þig kandíflosinu. Fella kannski virðingarfyllst tár, yfir nýjasta afbrigðinu af rasistafána okkar Íslendinga. “Þá fögnum við sérstaklega gildunum okkar”, segir þú, Rósa, “við leggjum áherslu á hvað sameinar okkur, hvað það er að vera Íslendingur og að búa á Íslandi.” Fátt veit ég útvatnaðra en hugtakið “gildi”, sérstaklega úr munni ykkar Sjálfstæðiskvenna, en gott og vel. Þú vilt fagna sjálfsmynd þinni sem Íslendings og ekki nóg með það, þú vill fá frið til þess. Frið til að fagna, frið, til að ná að “leggja áherslu á hvað það er að búa á Íslandi.” Komdu þar, Rósa, segðu okkur frá því hvað það er að vera Íslendingur - segðu okkur hvað það er, að búa á Íslandi! Deildu þekkingu þinni með okkur, þekkingu þinni á íslenskum hefðum, íslenskri sérstöðu, menningu, íslenskum uppruna. Ást þín á íslenska fánanum fer ekki fram hjá neinum sem les pistil þinn. Þú sakar reyndar annað fólk ranglega um að sýna íslenska fánanum óvirðingu en ég skil vel tilfinningar þínar þegar ég rýni í afstöðu þína í innflytjendamálum sem ríma einmitt vel, við hið nýja en sorglega merkingarhlutverk þjóðfána landsins. Nú er til máls að taka athugasemdir þínar Rósa um óæskilegar hópamyndanir fólks á þjóðhátiðardaginn, sem aldrei skyldu verið hafa, leyfðar, því þær eru þér, ekki að skapi. “ Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt.” En þarna hleypur þú á þig Rósa! Ég var einmitt þarna stödd og tilheyrði “hópnum” sem þú talar um. Annaðhvort segir þú viljandi ekki satt og rétt frá eða þú varst ekki á staðnum. Kannski léstu þér nægja að lesa lygimál Andrésar Magnússonar “blaðamanns” á Morgunblaðinu en lýsingar hans á atvikum voru eins fjarri sannleikanum og annað sem stendur í því sorpriti. Staðreyndin er sú, að enginn úr þessum hópi hrópaði eitt einasta ókvæðisorð að nokkurri manneskju. Hópurinn stóð prúður og kurteis, hlustaði með forvitni og í nokkurri andakt á ræðu forseta Íslands sem var prýðileg, hlýddi svo á Fjallkonuna fara með ljóð Þórdísar Helgadóttur og yndislegan söng kórsins Graduale Nobili. Sérstaklega var eftirminnilegur flutningur þeirra á ættjarðarljóði Huldu, Hver á sér fegra föðurland við lag Emils Thoroddsen, ljóð og lag sem mér fyndist Alþingi ætti að setja á fóninn í upphafi hvers vinnudags til upprifjunar á sameiginlegum “gildum”. Þegar ráðafólk þjóðarinnar stóð svo upp úr sérstökum sætum sem komið hafði verið fyrir handa því og hélt gangandi af Austurvelli kom þessi hluti áhorfenda sem þú kallar "hópinn" skilaboðum sínum á framfæri við elítuna eins og vera ber. Ekki, með einu einasta ókvæðisorði. Þarna voru fréttamiðlar sem tóku lifandi myndskeið af því sem fram fór og eru þessu til sönnunar. Erlendi fáninn sem þú talaðir um í pistli þínum Rósa, er fáni Palestínu. Þannig er mál með vexti, að verið er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni og við vorum þarna eins og okkur ber skylda til, bæði til að vekja athygli á því og mótmæla þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa með afstöðu sinni og aðgerðarleysi, gerst brotleg við Alþjóðalög. Þau bera ábyrgð á því að Ísland er samsekt um þjóðarmorð samkvæmt Alþjóðalögum, þau bera ábyrgð á því að fara viljandi gegn vilja almennings. Þið, berið ábyrgð. Þessu mótmæltum við á afar hæverskan hátt með tveimur skiltum. Þegar ráðafólk gekk hjá hrópaði ég vissulega “Lifi frjáls Palestína”. Það verður aldrei hægt að túlka það sem ókvæðisorð. Það er upphrópun mín á þjóðhátíðardeginum þar sem ég fagna tilvonandi frelsi kúgaðrar þjóðar sem verið er að murrka lífið úr. Þú fagnar þínu frelsi, og þínu frelsi, einu. Síðan hvöttum við viðstadda til að nota rödd sína, til að nýta vald sitt og stöður hvers konar, til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að stöðva þjóðarmorð. Þetta var okkar grundvallarskylda þennan dag og henni sinntum við. Það var okkar skylda. Það var okkar réttur. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er sannarlega rétti vettvangurinn til þess að vekja athygli á svikum íslenskra stjórnvalda við Palestínu, þjóð sem við viðurkennsdum með stolti sem sjálfstætt ríki árið 2011. Og 17. júní, afmælisdagur Jón Sigurðssonar, hvers líf snérist um sjálfstæðisbaráttu þjóðar, er einmitt hárrétti dagurinn til að mótmæla. “Vér mótmælum allir”! Rósa, mannstu! Austurvöllur, er almenningseign og hann er vettvangurinn, til að minna á svik stjórnvalda við sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og hans hugsjóna. Það mætti segja mér að hann bærði allhressilega á sér þar sem hann er því sjálfstæðið, sem honum var svo umhugað um og hann barðist fyrir, hefur verið selt og margselt, af yfirvöldum, á kostnað almennings auðvitað. Það er gömul saga og ný. Í Palestínu hefur valdníðslan og viðurstyggðin hins vegar náð að svifta heimsbyggðina algerlega trúnni á að okkar sameiginlegu siðferðislegu grunngildi séu yfir höfuð fyrir hendi og við mótmælum því. Allur heimurinn mótmælir því. Allur heimurinn gargar í örvæntingu, Rósa. Alla daga. Á öllum tímum. ...OG ÞÚ, VILT FÁ FRIÐ FYRIR FÓLKI MEÐ "ERLENDAN FÁNA" TIL AÐ ÞÚ GETIR FAGNAÐ ÍSLENSKUM GILDUM Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN. Hver er skyni skroppinn hér? Ég mæli með því Rósa, að þú kynnir þér lögboðnar skyldur þínar samkvæmt Alþjóðalögum þegar þú verður vitni að þjóðarmorði. Þú ert kosinn á þing til þjónustu við almenning, ekki til að kvaka smáborgaralega eins og kjáni um ekki neitt, heldur ber þér og öðrum kjörnum fulltrúum að fara að vilja þjóðarinnar sem krefst þess að þið beitið ykkur raunverulega með öllum tiltækum ráðum eins og Alþjóðalög segja til um fyrir því að þetta þjóðarmorð verði stöðvað. Fyrr færðu ekki frí frá hópi fólks með “erlendan fána” Rósa. LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Margrét Kristín Blöndal/Magga Stína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæl Rósa. Ég heyrði utan af mér að eitthvað hafði skyggt á gleði þína á þjóðhátíðardaginn nýliðinn. Svo mjög, að þú sást ástæðu til að skrifa um óánægju þína á internetið. Þar skrifar þú: ,,Í gær fögnuðum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins og eins og jafnan á þessum hátíðisdegi komum við saman og gleðjumst yfir merkum og mikilvægum áfanga. Á þjóðhátíðardaginn klæðum við okkur upp og fögnum frelsinu, lýðræðinu, mannréttindunum, sjálfstæði og sérstöðu þjóðarinnar. Þá fögnum við sérstaklega gildunum okkar, við leggjum áherslu á hvað sameinar okkur, hvað það er að vera Íslendingur og að búa á Íslandi.” og svo frv… Við lesturinn vöknuðu upp hjá mér spurningar eins og þessi: Hver erum þessi við, sem þú talar um, við, sem klæðum okkur upp og um hvaða frelsi ert þú að tala? Er það hið margfræga, frelsi til athafna? Getur verið, að þú eigir einkum og sér í lagi við þitt eigið frelsi? Frelsi Rósu Guðbjartsdóttur? Er það, það frelsi, sem er til umfjöllunar hjá þér? Ég get vel skilið, háttvirti þingmaður, að þú viljir fá að fagna frelsi þínu. Kona í þinni stöðu, sem þiggur laun af almenningi. Það er aldeilis ástæða til að fagna. Því jafnvel þótt þú standir fyrir það gildismat sem þingmaður, um að hvetja til aukinnar misskiptingar þá skil ég fögnuð þinn á einhvern hátt. Til hamingju með frelsið Rósa. Til aðeins minni hamingju með frelsið, þú sem skúrar klósettið á alþingi en stendur eins og klettur undir launaseðlinum hennar Rósu. Rósa, þú vilt fá að fagna mannréttindum á þjóðhátíðardaginn, en samt bara aðeins að þagga niður í nokkrum óþolandi einstaklingum sem trufla þig í þjóðhátíðarstemningunni. Einstaklingum sem kunna ekki að halda kjafti í "mannréttindalandinu þínu” í “jafnréttisparadísinni” þar sem þú nýtur lífsins og smjör drýpur af hverju strái, eitthvað lið, sem hefur ekki einu sinni lyst á þjóðhátíðarköku þegar verið er að svelta fólk í hel og brenna það lifandi í leiðinni. Fólk, sem er fyrir þér, á 17. júní, þegar þú loksins ætlar slaka aðeins á og leggja stjórnmálin og “deilurnar” á hilluna og gúffa bara í þig kandíflosinu. Fella kannski virðingarfyllst tár, yfir nýjasta afbrigðinu af rasistafána okkar Íslendinga. “Þá fögnum við sérstaklega gildunum okkar”, segir þú, Rósa, “við leggjum áherslu á hvað sameinar okkur, hvað það er að vera Íslendingur og að búa á Íslandi.” Fátt veit ég útvatnaðra en hugtakið “gildi”, sérstaklega úr munni ykkar Sjálfstæðiskvenna, en gott og vel. Þú vilt fagna sjálfsmynd þinni sem Íslendings og ekki nóg með það, þú vill fá frið til þess. Frið til að fagna, frið, til að ná að “leggja áherslu á hvað það er að búa á Íslandi.” Komdu þar, Rósa, segðu okkur frá því hvað það er að vera Íslendingur - segðu okkur hvað það er, að búa á Íslandi! Deildu þekkingu þinni með okkur, þekkingu þinni á íslenskum hefðum, íslenskri sérstöðu, menningu, íslenskum uppruna. Ást þín á íslenska fánanum fer ekki fram hjá neinum sem les pistil þinn. Þú sakar reyndar annað fólk ranglega um að sýna íslenska fánanum óvirðingu en ég skil vel tilfinningar þínar þegar ég rýni í afstöðu þína í innflytjendamálum sem ríma einmitt vel, við hið nýja en sorglega merkingarhlutverk þjóðfána landsins. Nú er til máls að taka athugasemdir þínar Rósa um óæskilegar hópamyndanir fólks á þjóðhátiðardaginn, sem aldrei skyldu verið hafa, leyfðar, því þær eru þér, ekki að skapi. “ Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt.” En þarna hleypur þú á þig Rósa! Ég var einmitt þarna stödd og tilheyrði “hópnum” sem þú talar um. Annaðhvort segir þú viljandi ekki satt og rétt frá eða þú varst ekki á staðnum. Kannski léstu þér nægja að lesa lygimál Andrésar Magnússonar “blaðamanns” á Morgunblaðinu en lýsingar hans á atvikum voru eins fjarri sannleikanum og annað sem stendur í því sorpriti. Staðreyndin er sú, að enginn úr þessum hópi hrópaði eitt einasta ókvæðisorð að nokkurri manneskju. Hópurinn stóð prúður og kurteis, hlustaði með forvitni og í nokkurri andakt á ræðu forseta Íslands sem var prýðileg, hlýddi svo á Fjallkonuna fara með ljóð Þórdísar Helgadóttur og yndislegan söng kórsins Graduale Nobili. Sérstaklega var eftirminnilegur flutningur þeirra á ættjarðarljóði Huldu, Hver á sér fegra föðurland við lag Emils Thoroddsen, ljóð og lag sem mér fyndist Alþingi ætti að setja á fóninn í upphafi hvers vinnudags til upprifjunar á sameiginlegum “gildum”. Þegar ráðafólk þjóðarinnar stóð svo upp úr sérstökum sætum sem komið hafði verið fyrir handa því og hélt gangandi af Austurvelli kom þessi hluti áhorfenda sem þú kallar "hópinn" skilaboðum sínum á framfæri við elítuna eins og vera ber. Ekki, með einu einasta ókvæðisorði. Þarna voru fréttamiðlar sem tóku lifandi myndskeið af því sem fram fór og eru þessu til sönnunar. Erlendi fáninn sem þú talaðir um í pistli þínum Rósa, er fáni Palestínu. Þannig er mál með vexti, að verið er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni og við vorum þarna eins og okkur ber skylda til, bæði til að vekja athygli á því og mótmæla þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa með afstöðu sinni og aðgerðarleysi, gerst brotleg við Alþjóðalög. Þau bera ábyrgð á því að Ísland er samsekt um þjóðarmorð samkvæmt Alþjóðalögum, þau bera ábyrgð á því að fara viljandi gegn vilja almennings. Þið, berið ábyrgð. Þessu mótmæltum við á afar hæverskan hátt með tveimur skiltum. Þegar ráðafólk gekk hjá hrópaði ég vissulega “Lifi frjáls Palestína”. Það verður aldrei hægt að túlka það sem ókvæðisorð. Það er upphrópun mín á þjóðhátíðardeginum þar sem ég fagna tilvonandi frelsi kúgaðrar þjóðar sem verið er að murrka lífið úr. Þú fagnar þínu frelsi, og þínu frelsi, einu. Síðan hvöttum við viðstadda til að nota rödd sína, til að nýta vald sitt og stöður hvers konar, til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að stöðva þjóðarmorð. Þetta var okkar grundvallarskylda þennan dag og henni sinntum við. Það var okkar skylda. Það var okkar réttur. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er sannarlega rétti vettvangurinn til þess að vekja athygli á svikum íslenskra stjórnvalda við Palestínu, þjóð sem við viðurkennsdum með stolti sem sjálfstætt ríki árið 2011. Og 17. júní, afmælisdagur Jón Sigurðssonar, hvers líf snérist um sjálfstæðisbaráttu þjóðar, er einmitt hárrétti dagurinn til að mótmæla. “Vér mótmælum allir”! Rósa, mannstu! Austurvöllur, er almenningseign og hann er vettvangurinn, til að minna á svik stjórnvalda við sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og hans hugsjóna. Það mætti segja mér að hann bærði allhressilega á sér þar sem hann er því sjálfstæðið, sem honum var svo umhugað um og hann barðist fyrir, hefur verið selt og margselt, af yfirvöldum, á kostnað almennings auðvitað. Það er gömul saga og ný. Í Palestínu hefur valdníðslan og viðurstyggðin hins vegar náð að svifta heimsbyggðina algerlega trúnni á að okkar sameiginlegu siðferðislegu grunngildi séu yfir höfuð fyrir hendi og við mótmælum því. Allur heimurinn mótmælir því. Allur heimurinn gargar í örvæntingu, Rósa. Alla daga. Á öllum tímum. ...OG ÞÚ, VILT FÁ FRIÐ FYRIR FÓLKI MEÐ "ERLENDAN FÁNA" TIL AÐ ÞÚ GETIR FAGNAÐ ÍSLENSKUM GILDUM Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN. Hver er skyni skroppinn hér? Ég mæli með því Rósa, að þú kynnir þér lögboðnar skyldur þínar samkvæmt Alþjóðalögum þegar þú verður vitni að þjóðarmorði. Þú ert kosinn á þing til þjónustu við almenning, ekki til að kvaka smáborgaralega eins og kjáni um ekki neitt, heldur ber þér og öðrum kjörnum fulltrúum að fara að vilja þjóðarinnar sem krefst þess að þið beitið ykkur raunverulega með öllum tiltækum ráðum eins og Alþjóðalög segja til um fyrir því að þetta þjóðarmorð verði stöðvað. Fyrr færðu ekki frí frá hópi fólks með “erlendan fána” Rósa. LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Margrét Kristín Blöndal/Magga Stína
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun