Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar 20. júní 2025 10:32 Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Grýtubakkahreppur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun