Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar 20. júní 2025 10:32 Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Grýtubakkahreppur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd. Nú er hins vegar eðlilegt að stjórnarandstaðan spyrni fast við fótum, þegar til umræðu er á Alþingi frumvarp til breytinga á veiðigjöldum. Hér verður farið yfir hvers vegna. Í stefnuyfirlýsingu sinni segir ríkisstjórnin að hún muni „rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“ Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með aðgerðum í 23 liðum, hér koma nokkrar tilvitnanir í þá aðgerðaáætlun: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“ (2) „Með atvinnustefnu sem stuðlar að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.“ (5) „Með því að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, ............ og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja......... Áfram verður stutt við vöxt hugverkaiðnaðar, nýsköpunar og tækni.“ (10) „Með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu.“ (12) „Með því að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir hinna dreifðu byggða.“ (19) Þeir sem kynna sér þær umsagnir í tugatali sem Alþingi bárust um málið, sjá fljótt að himinn og haf er milli boðaðra aðgerða og þess frumvarps sem liggur fyrir, jafnvel þó því hafi í nokkru verið breytt í annan endann. Ítarlegar og rökstuddar umsagnir bárust ekki einungis frá sjávarútveginum sjálfum, heldur einnig frá sveitarfélögum, iðn- og tæknifyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, stéttarfélögum og ýmsum samtökum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna lýsir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins, áhrifum sem eru þveröfug miðað við þá stefnu og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sem að ofan var nefnd. Ekki hefur verið mótuð auðlindastefna, heldur skal rokið beint í að tvöfalda auðlindagjöld á eina grein, sem er auk þess algerlega úr takt við umræðu fyrir kosningar, mikið meiri hækkun og mikið fyrr. Ráðherrar og þíngmenn leyfa sér þó að fullyrða að þjóðin hafi kosið þá sérstaklega til þess arna! Engin merki eru um að auðlindarentan eigi að renna til nærsamfélaga þar sem hún myndast, hún á að renna beint í ríkiskassann og deilast þaðan með öðrum sköttum. Þó lofað sé að hluti veiðigjalda fari í vegabætur á landsbygðinni er óhætt að fullyrða að þær 300 ti 400 milljónir sem hækkun veiðigjalda verður árlega í Grýtubakkahreppi samkvæmt frumvarpinu, munu ekki renna til innviðauppbyggingar í hreppnum. Þvert á móti hverfa þessir fjármunir á braut og nýtast ekki til fjárfestinga í fyrirtækjunum, eða til innviðauppbyggingar svo sem verið hefur til þessa. Aukin framleiðni, sjálfbær og sterk atvinnugrein, þróast með fjárfestingu og nýsköpun. Fjölmargar umsagnir vara við því að fjárfestingar og nýsköpun muni minnka og það jafnvel verulega. Hér er því ekki verið að styðja við nýsköpun og tækni, heldur vinna harkalega á móti. Rekstarskilyrði greinarinnar verða auk þess verulega lakari, en ekki hagstæðari svo sem ríkisstjórnin lofaði að vinna að. Þegar fram í sækir leiðir þetta allt til minni verðmætasköpunar, minni vaxtar en ella. Kannski er þó allra alvarlegast að í stað þess að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga og treysta stoðir byggða um landið, eru umsagnir sveitarfélaga algerlega hunsaðar, sem og áhyggjur þeirra af þróun byggða. Þannig minnist atvinnuvegaráðherra ekki á sveitarfélögin í grein á visir.is. Hins vegar fullyrðir ráðherrann að „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessum breytingum“ og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn taka í sama streng. Það er eðlilegt að þjóðin vilji fá sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum. Að þetta frumvarp sé þjóðarvilji er hins vegar verulega hæpin fullyrðing. Trúir því einhver að þjóðin vilji í raun; Veikja nýsköpun og tækniþróun í landinu Veikja samkeppnishæfni útflutningsgreina Veikja stöðu iðnaðar og fiskvinnslu í landinu Stuðla að meiri útflutningi á óunnu hráefni Stuðla að fjölgun brothættra byggða Skattpína eina atvinnugrein, eina auðlind, en hlífa öðrum Það er ekki hægt að skrifa alla þá andstöðu og viðvaranir sem fram koma í fjölbreyttum umsögnum um frumvarpið, sem pólistískan áróður eða þjónkun við örfá stórfyrirtæki. Ekki frekar en hægt er að byggja skattheimtu á neikvæðum tilfinningum eða andúð á þessum sömu fyrirtækjum. Forsætisráðherra leyfir sér ekki þannig vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stoðir samfélagsins á Grenivík eru og hafa lengi verið sterkar. Frumvarpið óbreytt er verulega þungt högg í þær stoðir. Sama á við um margar fleiri byggðir á Norður- og Austurlandi, nefna má Þórshöfn og Vopnafjörð sem eiga ekki margra kosta völ. Heggur sá er hlífa skyldi. Nema það sé í raun markmið ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að fjölga brothættum byggðum í landinu. Því verður ekki trúað, því hlýtur málinu að verða frestað til hausts og unnið þannig að forsvaranlegt sé og í einhverju samræmi við stefnmörkun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri á Grenivík Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Fyrri grein um gullið okkar er að finna hér.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun