Átak til að stytta biðlista barna eftir sérfræðiaðstoð Helga Þórðardóttir skrifar 23. júní 2025 12:31 Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Sjá meira
Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun