Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Arnar Þór Ingólfsson skrifar 23. júní 2025 16:00 Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun