Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Arnar Þór Ingólfsson skrifar 23. júní 2025 16:00 Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun